Á þessum vef gefst kostur á að skoða gögn Sögulegs mann- og bæjatals, leita í þeim og fletta.
Flettingin er á forsendum stjórnsýslulegrar skiptingar landsins í sýslur, hreppa og kaupstaði á þeim tíma sem heimildirnar taka til, auk þess sem flestar heimildirnar staðsetja bæi í sóknum eða prestaköllum. Stærstur hluti bæja hefur verið hnitsettur og í því gefst kostur á að sýna staðsetningu þeirra á korti, bæði við leit að bæjum og við flettingu hreppa og sókna.
Við flettingu birtist stika neðan við haus vefsins þar sem velja má milli þeirra heimilda sem nýttar hafa verið, og þegar heimild er valin á síðan sem skoðuð er að endurspegla gögn heimildarinnar. Ef „Allt“ er valið eru öll gögn um viðkomandi stak birt. Á síðum bæja er birtur listi yfir íbúa samkvæmt manntölum. Ef einstaklingur í manntali er valinn eru öll gögn um hann í viðkomandi manntali birt, og ef hann hefur verið tengdur við sjálfan sig í öðrum manntölum eru upplýsingar úr þeim einnig birtar, ásamt korti sem sýnir búsetusögu.
Nánari upplýsingar um verkefnið.
Verkefnið hefur verið styrkt af Innviðasjóði.
Verkefnið var unnið af Pétri Húna Björnssyni hjá ad libitum ehf. á vegum Miðstöðvar stafrænna hugvísinda og lista, Þjóðskjalasafns Íslands, Árnastofnunar og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.