Útlínur hrepps byggja á gögnum um hreppamörk frá 1904 og eru einungis birtar til viðmiðunar.

Skilmannahreppur (svo í manntali árið 1703 og Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín árin 1706 og 1707, Kjalardalsþingsókn í jarðatali árið 1753). Varð að Hvalfjarðarsveit árið 2006 með Hvalfjarðarstrandar-, Innri-Akraness- og Leirár- og Melahreppum. Prestaköll: Garðar á Akranesi, Melar í Melasveit 1565–1883 (þrír bæir, annað hvert ár til ársins 1798, eftir það að fullu), Saurbær á Hvalfjarðarströnd frá árinu 1883. Sóknir: Garðar á Akranesi, Innrihólmur frá árinu 1891 (svo virðist sem nokkrir bæir í Skilmannahreppi hafi sótt kirkju að Innrahólmi fram til ársins 1815, a.m.k. stundum, þótt formlega væru þeir í Garðasókn), Leirá frá árinu 1565 (annað hvert ár 1565–1798, bæirnir Stóri- og Litli-Lambhagi og Galtarholt).
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2019.