Patrekshreppur, var skipt út úr Rauðasandshreppi eldra árið 1907. Patrekshreppur varð að Vesturbyggð með Barðastrandar-, Rauðasands- og Bíldudalshreppum árið 1994. (Ketildala- og Suðurfjarðahreppar urðu Bíldudalshreppur árið 1987). Prestakall: Sauðlauksdalur 1907–1908, Eyrakall 1908–1951, Patreksfjarðarkall frá árinu 1951. Sókn: Eyrar 1907–1952, Patreksfjörður frá árinu 1952.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2019.