Útlínur hrepps byggja á gögnum um hreppamörk frá 1904 og eru einungis birtar til viðmiðunar.

Búðahreppur, varð til við skiptingu Fáskrúðsfjarðarhrepps eldra árið 1907. Varð að Austurbyggð ásamt Stöðvarhreppi árið 2003 sem sameinaðist Fjarðabyggð (Neskaupstað, Eskifjarðarbæ og Reyðarfjarðarhreppi) með Mjóafjarðar- og Fáskrúðsfjarðarhreppum árið 2006. Prestakall: Kolfreyjustaður frá árinu 1907. Sókn: Búðir/Fáskrúðsfjörður frá árinu 1913 (kirkja vígð árið 1915, messuhald hófst árið 1912). — Fríkirkjusöfnuður, mjög skammlífur, var stofnaður í Fáskrúðsfirði árið 1915.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2019.