Hvammshreppur, varð til við skiptingu Dyrhólahrepps eldra árið 1887. Sameinaðist Dyrhólahreppi yngra sem Mýrdalshreppur í ársbyrjun 1984. Prestakall: Mýrdalsþing 1887–1952, Víkurkall 1952–1984. Sóknir: Höfðabrekka til ársins 1929 (kirkjan fauk árið 1924), Reynir 1887–1984, Vík 1929–1984 (kirkja vígð árið 1934).
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2019.