Ísafjarðarkaupstaður, stofnaður í þéttbýlishluta Eyrarhrepps eldra árið 1866, stækkaður árið 1917 á kostnað Eyrarhrepps. Eftirtaldir hreppar voru síðar sameinaðir kaupstaðnum: Eyrarhreppur árið 1971, Snæfjallahreppur (Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppar, sameinaðir í ársbyrjun 1964) árið 1994, Sléttuhreppur árið 1995. Kaupstaðurinn varð Ísafjarðarbær ásamt Þingeyrar- (áður Auðkúlu- og Þingeyrarhreppum), Mýra-, Mosvalla-, Flateyrar- og Suðureyrarhreppum árið 1996. Prestakall: Eyri í Skutulsfirði til ársins 1951, Ísafjörður frá árinu 1951. Sóknir: Eyri til ársins 1926, Ísafjörður frá árinu 1926, Hnífsdalur 1971–2011.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2019.