Hafnarfjörður, kaupstaðurinn varð til innan marka Garðahrepps árið 1908 og hefur aukist síðan að landrými, bæði frá Garðahreppi og Grindavíkurhreppi (hlutar landa Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar í Grindavíkurhreppi). Prestaköll: Garðar 1908–1928, Hafnarfjörður frá árinu 1928, Víðistaðakall frá árinu 1977, Valla-/Tjarnakall frá árinu 2002. Sóknir: Garðar 1908–1914, Hafnarfjörður frá árinu 1914, Víðistaðir frá ársbyrjun 1977, Vellir/Ástjörn frá ársbyrjun 2001. — Fríkirkjusöfnuður hefur verið innan Hafnarfjarðarkaupstaðar frá árinu 1913.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2019.