Útlínur hrepps byggja á gögnum um hreppamörk frá 1904 og eru einungis birtar til viðmiðunar.

Bárðdælahreppur, skiptist úr Ljósavatnshreppi eldra árið 1907, sameinaðist Háls-, Ljósavatns- og Reykdælahreppum árið 2002 undir heitinu Þingeyjarsveit. Árið 2008 kom Aðaldælahreppur inn í það sveitarfélag. Prestaköll: Þóroddsstaður 1907–1951, Skútustaðir í Mývatnssveit 1907–1913, Vatnsendi í Ljósavatnsskarði 1951–1962 (í raun mun fyrr), Staðarfell í Kaldakinn 1962–1991, Ljósavatn 1991–2006, Laufás frá árinu 2006. Sóknir: Ljósavatn frá árinu 1907, Lundarbrekka frá árinu 1907.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2019.


Bárðdælahreppur

Bæir sem hafa verið í Bárðdælahreppi (27)

⦿ Arndísarstaðir
⦿ Bjarnarstaðir (Bjarnastaðir)
⦿ Brenniás
⦿ Úlfsbær (Bær)
⦿ Engidalur
⦿ Eyjardalsá
⦿ Grjótárgerði
⦿ Halldórsstaðir
⦿ Heiðarsel
⦿ Hlíðarendi
⦿ Hrappsstaðasel
⦿ Hrappsstaðir
⦿ Hvarf
⦿ Jarlsstaðir
⦿ Kálfborgará
Litlatunga
⦿ Litluvellir
⦿ Lundarbrekka
⦿ Mýri
⦿ Sandhaugar
⦿ Sandvík
⦿ Sigurðarstaðir
⦿ Stóratunga
⦿ Stórás (Stóriás)
⦿ Stóruvellir
⦿ Svartárkot
⦿ Víðirker (Víðiker)
Bárðdælahreppur frá 1907 til 2002.
Var áður Ljósavatnshreppur (eldri) til 1907. Bárðdælahreppur varð hluti af Þingeyjarsveit 2002.