Útlínur hrepps byggja á gögnum um hreppamörk frá 1904 og eru einungis birtar til viðmiðunar.

Reykjahreppur, skiptist úr Tjörneshreppi eldra í ársbyrjun 1933, bærinn Kaldbakur var færður til Húsavíkurkaupstaðar árið 1954. Reykjahreppur féll saman við Húsavíkurkaupstað árið 2002 undir heitinu Húsavíkurbær, sem varð að Norðurþingi árið 2006 ásamt Kelduness-, Öxarfjarðar- (áður Öxarfjarðar-, Presthóla- og Fjallahreppum) og Raufarhafnarhreppum. Prestaköll: Grenjaðarstaður í Aðaldal frá árinu 1933, Húsavík frá árinu 1933: Sóknir: Grenjaðarstaður frá árinu 1933, Nes í Aðaldal frá árinu 1933 (jörðin Skógar í Reykjahverfi), Húsavík frá árinu 1933.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2019.


Reykjahreppur

Reykjahreppur frá 1933 til 2002.
Var áður Tjörneshreppur (eldri) til 1933. Reykjahreppur varð hluti af Húsavíkurkaupstað 1954 (Bærinn Kaldbakur var færður til Húsavíkurkaupstaðar árið 1954.).
Reykjahreppur varð hluti af Húsavíkurbær 2002 (Reykjahreppur rann saman við Húsavíkurkaupstað árið 2002 undir heitinu Húsavíkurbær.).