Reykjahreppur, skiptist úr Tjörneshreppi eldra í ársbyrjun 1933, bærinn Kaldbakur var færður til Húsavíkurkaupstaðar árið 1954. Reykjahreppur féll saman við Húsavíkurkaupstað árið 2002 undir heitinu Húsavíkurbær, sem varð að Norðurþingi árið 2006 ásamt Kelduness-, Öxarfjarðar- (áður Öxarfjarðar-, Presthóla- og Fjallahreppum) og Raufarhafnarhreppum. Prestaköll: Grenjaðarstaður í Aðaldal frá árinu 1933, Húsavík frá árinu 1933: Sóknir: Grenjaðarstaður frá árinu 1933, Nes í Aðaldal frá árinu 1933 (jörðin Skógar í Reykjahverfi), Húsavík frá árinu 1933.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2019.